Free songs

Hafðu samband í síma 430 5100

Upphafið

Hvatinn að stofnun sérstaks þjónustufyrirtækis var sú hugmyndafræði innan Elkem ASA að hvert framleiðslufyrirtæki innan þeirra vébanda ætti að einungis að einblína á kjarnastarfsemi sína. Því ætti þjónusta við þá starfsemi að vera í höndum þeirra aðila sem gerðu hana að sinni kjarnastarfsemi.

Í apríl árið 2002 hóf fyrirtækið GT Tækni ehf. starfsemi sína. Fyrirtækið var í upphafi byggt á starfsmönnum úr tæknideild Íslenska járnblendifélagsins hf. og voru það 25 starfsmenn með fjölbreytta hæfileika sem hófu störf hjá hinu nýja félagi. Þetta voru faglærðir iðnaðar- og tæknimenn, vélvirkjar, rafvirkjar, bifvélavirkjar og rafeindavirkjar sem höfðu áratuga reynslu í nýsmíði, endurnýjun og uppsetningu búnaðar, breytingum, fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum hvers konar, lagerumsýslu, innkaupum og efnissölu.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og síðla árs 2013 voru starfsmennirnir að nálgast áttunda tuginn og hafa þeir áratuga reynslu og þekkingu af öllu því sem viðkemur verksmiðjuviðhaldi, viðgerðum og nýsmíði á véla- farartækja- og rafmagnssviði.

Meitill og GT Tækni ehf - Grundartanga - 301 Akranes - sími: 430-5100 - www.meitill.is - www.gtt.is - gtt@gtt.is