Meitill GT Tækni ehf. þjónustar viðskiptavini á sviði málma-, véla-, rafmagns- og farartækja. Þetta innifelur framleiðslu, nýsmíði, endurnýjun, uppsetningu búnaðar, breytingar, viðgerða og viðhaldsverkefni. Fyrirbyggjandi og reglubundið viðhald, þjónustu í málmiðnaði, rafiðnaði og farartækjum. Meitill og GT Tækni ehf. eru lausn fyrir fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og skjóta þjónustu. Meitill og GT Tækni ehf. hefur á að skipa öflugum iðn- og tæknimönnum með mikla reynslu á sínum sviðum.
Fyrirtækin eru með ISO 9001 vottun, vottaða suðuferla og löggildingu A og B á rafmagnssviði.
Okkar markmið eru gæða vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta.
Meitill GT Tækni ehf. hafa yfir að ráða 3.000 m2 húsnæði, sérhæfa sig í verksmiðjuviðhaldi og eru með mannskap til taks allan sólarhringinn allt árið um kring.
Aðalsímanúmer:
Heimilisfang:
Þjónustustjóri
Vélaverkstæði
Rafmagnsverkstæði
Farartækjaverkstæði
Fjármálastjórn, skrifstofa og laun
Lager
Framkvæmdastjóri
Hvatinn að stofnun sérstaks þjónustufyrirtækis var sú hugmyndafræði innan Elkem ASA að hvert framleiðslufyrirtæki innan þeirra vébanda ætti að einungis að einblína á kjarnastarfsemi sína. Því ætti þjónusta við þá starfsemi að vera í höndum þeirra aðila sem gerðu hana að sinni kjarnastarfsemi.
Í apríl árið 2002 hóf fyrirtækið GT Tækni ehf. starfsemi sína. Fyrirtækið var í upphafi byggt á starfsmönnum úr tæknideild Íslenska járnblendifélagsins hf. og voru það 25 starfsmenn með fjölbreytta hæfileika sem hófu störf hjá hinu nýja félagi. Þetta voru faglærðir iðnaðar- og tæknimenn, vélvirkjar, rafvirkjar, bifvélavirkjar og rafeindavirkjar sem höfðu áratuga reynslu í nýsmíði, endurnýjun og uppsetningu búnaðar, breytingum, fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum hvers konar, lagerumsýslu, innkaupum og efnissölu.
Grundartanga
301 Akranes
430 5100
meitill@meitill.is
www.meitill.is
© Allur réttur áskilinn meitill -Gt tækni.
Grundartanga
301 Akranes
430 5100
meitill@meitill.is
www.meitill.is
© Allur réttur áskilinn meitill -Gt tækni.